Söngleikurinn Rocky Horror í uppsetningu Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði var frumsýndur 10.mars sl. í Edinborgarhúsinu í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Viðtökur voru frábærar og uppselt alla helgina. Það er takmarkaður sýningartími en síðasta sýning verður föstudaginn 17. mars.

Söngleikurinn var fyrst frumsýndur 1974 og hefur notið gríðarlegra vinsælda og þekkja flestir lögin úr verkinu. Söguþráðurinn er á þá leið að nýtrúlofað par, Brad og Janet lenda í ógöngum á leið sinni að hitta gamlan vin. Rennandi blaut og köld ramba þau á drungalegan kastala. Þeim er boðið inn og eftir það verður ekki aftur snúið. Húsbóndinn er ekkert venjulegur og allt hyskið hans hverju öðru skrýtnara. Það sem þau verða vitni að þessa nótt mun breyta þeim varanlega, forboðnir ávextir, losti og girnd svífa yfir vötnum.

Miðasala er á tix.is