Leikfélag Sauðárkróks æfir nú leikritið Rjúkandi ráð eftir Jónas Árnason og Stefán Jónsson með lögum eftir Jón Múla Árnason.
Í gamanleiknum, sem stundum hefur verið kallaður smákrimmaóperetta, fáum við að kynnast Stefáni Þ. Jónssyni veitingamanni og lánveitanda, en hann rekur veitingahúsið Stebbakaffi. Hann leggur á ýmis ráð til að græða peninga og verða áhorfendur vitni að fegurðasamkeppni, bruna og tryggingarsvindli. Inní þetta flettast þekktir söngdansar Jóns Múla Árnasonar.
12 leikarar bregða sér í gervi lögregluþjóna, smáglæpona og fegurðadísa en alls koma um 20 manns að uppsetningunni. Leikstjóri er Jóel Sæmundsson.
Frumsýnt verður í Bifröst á Sauðárkóki á opnunadegi Sæluvikunnar þann 27. apríl næstkomandi.
Sýningarplan er eftirfarandi:
Frumsýning sunnudag 27. apríl kl. 20.00
2. sýning þriðjudag 29. apríl kl 20.00
3. sýning miðvikudag 30. apríl kl 20.00
4. sýning föstudag 2. maí kl 23.00
5. sýning laugardag 3. maí kl 17.00
6. sýning sunnudag 4. maí kl 20.00
7. sýning miðvikudag 7. maí kl 20.00
8. sýning laugardag 10. maí kl 16.00
9. sýning sunnudag 11. maí kl 20.00 (lokasýning)