Pörupiltar ætla að sýna þrjár aukasýningar á Uppistandinu Homo Erectus í Þjóðleikhúskjallaranum í mars. Uppistandið var sýnt sl. vetur við frábærar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda. Pörupiltar eru Alexía Björg Jóhannesdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Aðeins verða sýningar, 2. 16. og 23. mars. Húsið er opnað kl. 20.30 og sýningin hefst kl. 21.00.

Strákarnir leika á allan tilfinningaskalann en þeirra uppáhaldsumræðuefni, fyrir utan lífið og listina, er konur. Þeir munu ræða opinskátt um konur, vandamál þeirra, samskipti kynjanna og deila með áhorfendum heimspekilegum vangaveltum sínum um lífið og tilveruna.

Sýningin tekur um klukkustund og endar í tómri vitleysu og slagsmálum.
Miðaverð kr. 2500. Hópafsláttur fyrir 20 manns og fleiri – kr. 2000 miðinn.
Miðasala í síma 551-1200 og á www.leikhusid.is