Homo Erectus – Pörupiltar, standa upp í Menningarhúsinu Hofi 22. september.
Leikkonurnar Alexía Björg Jóhannesdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir frumsýndu fyrir ári síðan uppistandið Homo Erectus sem sýnt var í Þjóðleikhúskjallaranum. Kvöldið bar yfirskriftina Uppnám, fyrir hlé var uppistandið en eftir hlé tók við söngleikjadúettinn Viggó og Víóletta. Þetta uppistand var sérstakt að því leyti að leikkonurnar voru í karlmannshlutverkum.
Nonni Bö, Hermann Gunnarsson og Dóri Maack voru uppistandararnir. Þeir fóru yfir það helsta sem þeim lá á hjarta og óhætt að fullyrða að áhorfendur hafi kunnað að meta það. Þeir töluðu um heimspeki, hreingerningar, gríska goðafræði, konur, ástina, föðurhlutverkið, þeir dönsuðu, röppuðu og sungu og döðruðu. Sýningarnar sem áttu upphaflega að vera í september 2011 teygðust fram yfir áramót og enduðu á stóra sviðinu í mars.
Nú eru þeir búnir að redda sér fari norður – Pörupiltarnir – og munu standa upp í Hofi 22. september.
Miðasala www.menningarhus.is
Úr dómum um sýninguna:
„ÆTLAÐI MIG LIFANDI AÐ DREPA ÚR HLÁTRI“ S.A. TMM
„FRÁBÆR SKEMMTUN Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM“ E.B. FRÉTTABLAÐIÐ.
“ÉG HLÓ SVO MIKIÐ AÐ ÉG VAR HÁS DAGINN EFTIR“ H.A.H. Listpóstinum.
„SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR OG MARÍA PÁLSDÓTTIR LÉKU KARLANGANA OG RÚLLUÐU UPP SALNUM MEÐ FRAMMISTÖÐU SINNI. “ E.B. Fréttablaðið.