Leikfélagið Peðið á Grand Rokk frumsýnir söngleikinn Álperu á föstudaginn langa kl. 16.00. Höfundur verksins er Jón Benjamín Einarsson sem einnig leikstýrir verkinu ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni. Tónlist er samin af þeím Björgúlfi Egilssyni og Kormáki Bragasyni sem jafnframt sjá um tónlistarflutning ásamt Hallgrími Guðsteinssyni, Jóakim Karlssyni, Lísu Pálsdóttur og Tómasi M. Tómassyni.

Í Álperu er sjónum beint að landsbyggðinni þar sem takast á virkjunarsinnar og náttúruverndarsinnar. Við kynnumst Bárði bónda á Dal sem er eigandi landsvæðis sem Landsvirkjun hefur augastað á og við sögu koma skrautlegir, úrkynjaðir sveitavargar, fulltrúar iðnaðarráðuneytis og sjálfur forstjóri Landsvirkjunar.

Aðrar sýningar verða á páskadag kl. 16.00 og annan í páskum kl. 16.00 og 20.00 á efri hæð Grand Rokk við Smiðjustíg.

{mos_fb_discuss:2}