Áhugaleikhús atvinnumanna frumsýnir Febrúar, Örverk um áráttur, kenndir og kenjar, þann 25. febrúar kl. 12.30 (í hádeginu). Leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir og leikarar Árni Pétur Guðjónsson og Hannes Óli Ágústsson. Frumsýningin sem fer fram í nýju Gjörningarými Hugmyndahúss háskólanna, Útgerðinni, Grandagarði 16 2. hæð, verður einnig send beint út í netleikhúsinu Herbergi 408. Aðgangur er ókeypis.

Febrúar er annað verkið í 12 verka röð, Örverk um áráttur, kenndir og kenjar sem hvert um sig tekur á áráttum, kenndum og kenjum sem hafa áhrif á mannlega tilvist í Reykjavík 2010. Hvert verk tekur um 5 – 10 mínútur í flutningi og verða verkin frumsýnd kl. 12.30 síðasta fimmtudag í hverjum mánuði allt árið 2010 og sýnd í beinni útsendingu á veraldarvefnum.

Viðfang verkanna ræðst af því sem hrærist í samtímanum og hefur áhrif á líf okkar. Í byrjun árs 2011 verða öll verkin flutt í einu og er þá hið eiginleg verk fullskapað og tekur það um 90 – 120 mínútur í flutningi.  Verkin verða flutt í  ÚTGERÐINNI og  send í beinni útsendingu á www.herbergi408.is, þar sem verkin verða vistuð og öllum aðgengileg út árið. Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg.

Um beina útsendingu og tæknistjórn sjá Hákon Már Oddsons og útskriftarnemar listnámsbrautar Borgarholtsskóla.

{mos_fb_discuss:2}