Á jólum frumsýnir Þjóðleikhúsið eitt merkasta verk leiklistarsögunnar, Lé konung eftir William Shakespeare. Í allri þeirri velgengni sem sýningar Þjóðleikhússins njóta um þessar mundir er ekki nægjanlegt rými fyrir þær allar á Stóra sviðinu, þannig að ákveðið hefur verið að gera hlé á sýningum á Finnska hestinum fram á næsta ár, en líkt og aðrar sýningar leikhússins hefur hún notið mikilla vinsælda frá því að hún var frumsýnd á haustdögum.
Á litlu sviðunum sýnir Þjóðleikhúsið einnig alls staðar fyrir fullu húsi, Hænuungana og Hvað ef? í Kassanum, Leitina að jólunum á leikhúsloftinu og Fíusól í Kúlunni, eftir að hafa sýnt Sögustund fyrir nærri 5.000 leikskólabörn í Kúlunni í haust.
{mos_fb_discuss:2}