Leiklistarhátíðin Act Alone verður haldin á Ísafirði í sumar eins og undanfarin ár. Að þessu sinni verða tvö námskeið í boði. Áhugasömum er bent á að skrá sig sem fyrst, þar sem þátttakendafjöldi er takmarkaður.
Námskeiðin sem í boði verða eru:
BRÚÐULEIKHÚS
Kennari: Helga Arnalds, brúðuleikari
Tími: 28. júní – 30. júní
Kennslustundir: 9
Verð: 10. þúsund
Taka þátt: Sendið tölvupóst á komedia@komedia.is
Við lifum á tímum sem einkennast af nálgun, samruna og hverfandi landamærum. Allt má blanda saman nýju og gömlu, myndlist, orðum, tónlist, leiklist, kvikmyndalist og dansi. Allar greinar listarinnar hafa orðið fyrir áhrifum af þessum straumum. Brúðuleikhús er kannski sú listgrein sem hefur orðið fyrir mestum breytingum á stuttum tíma. T.d. var litið á það sem fúsk eða stórslys – ef ekki beinlínis klúrt – ef sást í brúðustjórnanda fyrir svona 30 árum. En þetta skref fram fyrir skerminn leysti nýja krafta úr læðingi og kom af stað spennandi ferli.
Hvert tímabil á sér sínar forsendur og það var sú tíð að brúða sem hreyfðist, að því er virtist af sjálfu sér, var galdri líkust, en í dag á tímum tölvunnar – er galdurinn fólginn í öðru en hreyfitækni brúðunnar. Nú er kveikjan að galdrinum fólginn meira í sambandinu milli brúðu og leikara. Milli efnis og anda. Myndmál er að sækja á gagnvart orðinu og leiksýningar smám saman að verða myndrænni. Snertipunktur myndlistar og leiklistar er að verða meira áberandi og einmitt á þessum snertipunkti er brúðuleikhúsið.
Á námskeiðinu gerir hver þátttakandi eina brúðu sem getur verið hans alter ego eða æðra sjálf hluti af honum sjálfum. Hans besta, versta ósýnilegasta , draumkenndasta hlið sem hann myndgerir og tjáir með brúðunni.
Helga Arnalds hlaut menntun sína í leiklistarháskólanum Instituto del Teatro í Barcelona og í leiklistarháskólanum DAMU í Prag. Hún stundar nú myndlistarnám við Listaháskóla Íslands. Helga hefur rekið Leikhúsið 10 fingur í ein 12 ár en auk þess hefur hún leikstýrt hannað búninga ,brúður og grímur fyrir ýmis leikhús og sjónvarp.
EINLEIKUR
Kennari: Ole Brekke, skólastjóri The Commedia School í Danmörku
Tími: 28. júní – 30.júní
Kennslustundir: 9
Verð: 10 þúsund krónur.
Taka þátt: Sendið tölvupóst á komedia@komedia.is
Að leika einn þýðir að þú hefur ekki mikla valmöguleika á því hver meðleikari þinn verður í verkinu. Þeir einu sem eru með þér eru áhorfendur, hópur fólks sem gæti gert hvað sem er. Hópur sem þú þekkir ekki vel og að auki er nýr hópur hverju sinni. Maður þarf að geta svarað sjálfkrafa og skapandi til hvers nýs hóps, til að geta leikið með og án mannfjöldans með þeirra viðbrögðuðm gagnvart þínu verki. Þetta námskeið mun kenna þér brögð til að framkalla þá næmni og hvittni og hjálpar þér við að líða vel í þessari einmannalegu stöðu þessarar óvissu.
Ole Brekke hefur áralanga reynslu af einleiknum bæði sem leikari og kennari. Hann starfrækir eigin leiklistarskóla, The Commedia School, í Kaupmannahöfn í Danmörku. Látbragð, trúðsleikur og kómedíuleikur er í aðalhlutverki í skólanum. Ole Brekke hefur gert garðinn frægan sem trúðurinn Otomoto sem hefur skemmt börnum á öllum aldri víða um heim. Otomoto verður á dagskrá Act alone í ár en hann var einnig gestur hátíðarinnar í fyrra. Nú snýr hann aftur með splunkunýtt ævintýri Otomoto.
Nánari upplýsingar um Act alone www.actalone.net
{mos_fb_discuss:3}