Fyrsta kynning vetrarins í Nemendaleikhúsi LHÍ er verkefnið Tímaskekkja eftir nemendur á 3 ári í leikaranámi. Verkefnið er hugleiðing um samskipti og sambönd kynjanna og hafa nemendur unnið að því síðustu sex vikur. Áhersla námskeiðsins hefur verði á vinnu með ólíkar samsetningar og sköpunar aðferðir við gerð leiksýninga, á ferli slíkrar vinnu og síðan vinnu við samsetningu og úrvinnslu efnis. Frumsýnt er föstudaginn 12. október kl. 20:00, sýnt er í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13, gengið inn að aftan.

Næstu sýningar:
Sunnudaginn 14. október
Mánudaginn 15. október
Þriðjudaginn 16. október
Miðvikudaginn 17. október
Fimmtudaginn 18. október.

Það er ókeypis á allar sýningar Nemendaleikhússins en það þarf að taka frá miða á leikhus@lhi.is.

Nemendur á 3 ári í leikaranámi veturinn 2012-2013: Arnar Dan Kristjánsson, Arnmundur Ernst Backman, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir, Hildur Berglind Arndal, Oddur Júlíusson, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Þorleifur Einarsson, og Þór Birgisson.

Sköpun/leiðbeinandi: Una Þorleifsdóttir.
Hreyfingar/leiðbeinandi: Ólöf Ingólfsdóttir.
Búningar, sviðsmynd og lýsing: Eva Signý Berger
Aðstoð við búninga, sviðsmynd og lýsingu: Ríkharður Hjartar Magnússon