NEATA býður upp á 7 spennandi og fjölbreytt, námskeið/vinnustofur á vefnum, laugardaginn 21. október næstkomandi. Námskeiðin sem fara fram á ensku á Zoom, eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram hér.
Nánari upplýsingar um námskeiðin, efni þeirra og kennarana má sjá í þessum PDF bæklingi.

Hér að neðan má sjá námskeiðin og vinnustofurnar sem í boði eru skvt. ÍSLENSKUM tíma:
09:00 – 09:50 / TORBEN SUNDQVIST (SWE) “The plain and the poetic of my place on earth.”
10:00 – 12:00 / EERO OJALA (FIN) „About voice training“.
12:10 – 12:40 / TIINA MÖLDER (EST) “A moving body and mind”
12:50 – 13:50 / AIRIDA LEMENTAUSKIENÉ (LITH) „The Application of immersive theatre for the promotion of communality“.
14:00 – 14:30 / EMIL HUSBY (NO) „An introduction to Improvised Theatre“.
14:40 – 15:20 / AMANDA HAAR (DK) „Voice & Movement“.
15:30 – 17:00 / EIMANTAS ANTULIS (N.YOUTH) „Theater from Home“.

NEATA eru samtök áhugaleikhússambanda í Norður-Evrópu. NEATA hefur vefinn neata.eu og hér má sjá Facebook-síðu samtakanna.

Ef einhverjar spurningar eru sem ekki er svarað hér er velkomið að hafa samband við Þjónustumiðstöð BÍL í síma 551-6974 eða í netfangið info@leiklist.is.