NEATA stuttverkahátíðin verður haldin í Mosfellsbæ 4. október 2014.

Hátíðin verður með tiltölulega hefðbundu einþáttungahátíðarsniði, hámarkslengd þátta er 15 mínútur. Frestur til að tilkynna þátttöku á hátíðinni er til 10. september. Ekki verða gerð sérstök eyðublöð fyrir þátttökutilkynningar heldur skal senda þær með tölvupósti á info@leiklist.is

Lengd hátíðarinnar miðast við að sýna frá ca. hádegi og enda svo á sameigilegum kvöldverði. Öll aðildarfélög í Bandalögum NEATA landanna geta sent þætti, eins marga og þau vilja. Ef sýnt þykir að hátíðin verði of löng verða þau félög sem flest verk hyggjast senda beðin um að fækka sínum verkum uns hæfilegri lengd er náð. Þeir sem hyggjast senda einþáttunga eru hvattir til að hafa leikmynd, ljós og alla umgjörð sem einfaldasta.

Dagskráin verður á þessa leið:
Kl. 13.00 Hátíðin sett
kl. 13.10 – 18.00 Leikþættirnir sýndir hver af öðrum með stuttum hélum á milli og einu lengra kaffihléi
Kl. 19.00 Hátíðakvöldverður og skemmtun fram eftir kvöldi

Þegar hefur verið tilkynnt um 5 þætti frá Færeyjum en þaðan koma alls 10 manns. Fleiri erlendir gestir hafa tilkynnt komu sína sem áhorfendur.

Eftirfarandi þarf að koma fram þegar tilkynnt er um þátttöku verka:

Nafn leikfélags

Tengiliður sýningar (Nafn, sími, netfang)

Nafn verks

Nafn höfundar (og þýðanda, eigi það við)

Nafn leikstjóra

Nöfn persóna og leikenda

Nöfn annarra aðstandenda (og hvað þeir gera)

Lengd verks í mínútum

ATH: Sendið skráningu á hverju verki í sérpósti, ekki margar skráningar í sama pósti og setjið nafn þáttarins sem „subject“ í netfangið info@leiklist.is fyrir 10. september.