Narfi er upphaflega gamanleikur eftir Sigurð Pétursson og var flutt árið 1799. Verkið var fyrsta leikrit Íslendinga með pólitískum undirtón en það fór ekki betur en svo að í kjölfarið var leikritun á Íslandi bönnuð og næsta íslenska leikrit af einhverju vægi kom ekki fram fyrr en 63 árum síðar.
Árni hefur unnið upp úr leikverkum með svipuðum hætti og hann gerir hér í útvarpsþáttunum Skapalón á Rás 1 með Magnúsi Erni Sigurðssyni. Árið 2010 lék Árni einleikinn Á gólfinu í leikstjórn Sveins Einarssonar.