Þriðjudagskvöldið 28. október klukkan 20 flytur Árni Kristjánsson, leikstjóri og leikritahöfundur, frumsaminn einleik um Narfa eitt fyrsta leikrit Íslendinga. Verk Árna er í fyrirlestrarformi og er samið til heiðurs Sveini Einarssyni sem fagnaði áttatíu ára afmæli sínu í ár. Aðgangur er ókeypis og aðeins stefnt að einni sýningu.

Narfi er upphaflega gamanleikur eftir Sigurð Pétursson og var flutt árið 1799. Verkið var fyrsta leikrit Íslendinga með pólitískum undirtón en það fór ekki betur en svo að í kjölfarið var leikritun á Íslandi bönnuð og næsta íslenska leikrit af einhverju vægi kom ekki fram fyrr en 63 árum síðar.

Árni hefur unnið upp úr leikverkum með svipuðum hætti og hann gerir hér í útvarpsþáttunum Skapalón á Rás 1 með Magnúsi Erni Sigurðssyni. Árið 2010 lék Árni einleikinn Á gólfinu í leikstjórn Sveins Einarssonar.