Í október stendur Endurmenntun HÍ fyrir námskeiði í gerð kvikmyndahandrita. Þar er nemendum kennt að vinna hugmyndir sínar og þróa þær í áttina að kvikmyndahandriti með sérstaka áherslu á dramatíska uppbyggingu. Námskeiðið, sem hefur hlotið mikið lof fyrri þátttakenda, er ætlað bæði þeim sem hafa reynslu af kvikmyndagerð og þeim sem eru reynslulausir á því sviði. Kennarar eru Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, BA í almennri bókmenntafræði frá HÍ og MFA í handritsgerð og kvikmyndaleikstjórn frá Columbia University og Árni Ólafur Ásgeirsson, MA í kvikmyndaleikstjórn frá Polish National Film School.

– Þú lærir að beita helstu tólum og tækjum í handritsgerð sem hjálpa þér að móta hugmyndir þínar.
– Ásamt hópnum skapar þú uppbyggilegt, en um leið gagnrýnið og skapandi umhverfi, til handritsgerðar.
– Með ítarefni, dæmum og fyrirlestrum eykst skilningur þinn á kvikmyndinni sem sjónrænum frásagnarmiðli.

Á námskeiðinu er fjallað um:
Uppbyggingu kvikmyndahandrita.
Grundvallarlögmál dramtískra frásagna.
Hvað felst í því að segja sögu?

Kennt er mánudaga og fimmtudaga 1. okt. – 1. nóv. kl. 19:15 – 22:15 (10x)
Verð: 98.000 kr.
Staður: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7