Imageí Hjáleigunni í Kópavogi svitnar þessa dagana hópur leikara ásamt leiðbeinendum sínum Oddi Bjarna Þorkelssyni leikstjóra og Margrétar Sverrisdóttur leikkonu. Unnið er að sýningu sem vonandi verður á fjöl komin í lok mars og eru efnistök blóðugt háð og óhuggulegt grín í garð taumlausrar útlitsdýrkunar. Samsæriskenningar spretta og andspyrnuhreyfingar verða til og allt kristallast það í byggingu sem er ekkert mannlegt óviðkomandi en er kannski ekkert sérlega mannleg heldur….

Hópnum leggur svo lið og línur Guðjón Þorsteinn Pálmarsson fyrrum meðlimur og leikstjóri LK. Áætlað er að frumsýna um mánaðarmótin.

Auk þessa verks er leikfélagið með unglinganámskeiðið í gangi núna.