Leikfélag Ölfuss frumsýndi leikritið Enginn með Steindóri eftir Nínu Björk Jónsdóttur í leikstjórn Don Ellione fyrir fullu húsi síðastliðinn laugardag 25. október. Áhorfendur skemmtu sér konunglega og miðasalan er í fullum gangi. Leikstjóri er F. Elli Hafliðason.

Enginn með Steindóri er drepfyndið gamanleikrit sem kemur sífellt á óvart. Sagan gerist á heimili bankastjóra nokkurs og hans listelskandi ektakvinnu en þau hafa boðið foreldrum verðandi tengdasonar síns í mat. Þegar fólkið fer að kynnast tekur leikurinn að æsast og ekki lagast það þegar bróðir verðandi tengdasonarins mætir óboðinn í partíið. Sprenghlægilegar persónur og óútreiknanlegur söguþráður.

Næstu sýningar á Enginn með Steindóri:

3. sýning 4. nóvember kl. 20.00 – örfá sæti laus
4. sýning 11. nóvember kl. 20.00 – UPPSELT
5. sýning 13. nóvember kl. 20.00 – UPPSELT
6. sýning 18. nóvember kl. 20.00
7. sýning 20. nóvember kl. 20.00
8. sýning 21. nóvember kl. 20.00
9. sýning 22. nóvember kl. 20.00

Miðaverð er kr. 2500 og miðapantanir eru í síma 661-0501 og á leikfjelag@gmail.com