Þjóðleikhúsið óskar eftir fjölskyldumyndum, innrömmuðum eða óinnrömmuðum, fyrir uppsetningu á jólasýningu leikhússins á Sumarljósi eftir Jón Kalman Stefánsson. Höfundur leikmyndar er Finnur Arnar Arnarsson en leikstjóri og höfundur leikgerðar Hilmar Jónsson. Myndirnar má senda hvort heldur á stafrænu formi með tölvupósti eða koma þeim á skrifstofu leikhússins.

Við leitum að … líflegum og hlýlegum fjölskyldumyndum, gömlum eða nýjum sem fólk vill gefa leikhúsinu í skiptum fyrir miða á sýninguna.

Myndirnar mega vera eftirprentanir og af hvaða stærð sem er. Verði myndin notuð í leikmynd Sumarljósa fær eigandi hennar einn miða á sýninguna – og er fólki frjálst að senda inn fleiri en eina ljósmynd. Athugið að sendandi myndarinnar ber ábyrgð á því að fólkið á myndinni gefi leyfi fyrir notkun hennar.

Ekki er unnt að endursenda myndirnar, hvort sem þær verða notaðar í sýningunni eða ekki. Myndirnar sendist á netfangið props@leikhusid.is eða á neðangreint heimilisfang fyrir 5. desember nk.

Þjóðleikhúsið, leikmunadeild
v/ myndasöfnunar Sumarljóss
Lindargötu 7
101 Reykjavík

{mos_fb_discuss:2}