Leikhópur frá Hugleik og Leikfélagi Kópavogs er nú staddur í Færeyjum á leiklistarhátíð NEATA (Norður-Evrópska áhugaleiklistarsambandsins) með sýninguna Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur, í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
Hópurinn heldur dagbók um ferðina sem lesa má á vefjum félaganna á kopleik.is og hugleikur.is. lithaen.jpgLeikhópur frá Hugleik og Leikfélagi Kópavogs er nú staddur í Færeyjum á leiklistarhátíð NEATA (Norður-Evrópska áhugaleiklistarsambandsins) með sýninguna Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur, í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

Ásamt leikhópnum eru Guðrún Halla Jónsdóttir formaður Bandalagsins og Vilborg Valgarðsdóttir framkvæmdastjóri þess staddar í Þórshöfn og sitja fund stjórnar NEATA. Auk þess fylgdi fríður hópur íslenskra áhugaleikara leikhópnum til þess að sjá sýningar hátíðarinnar.

Markmið hátíðarinnar er að efla samstarf áhugaleikfélaga á Norðurlöndum og í baltnesku löndunum. Á hátíðinni verða jafnframt haldin námskeið, farið verður í skoðanaferðir og hátíðarklúbbur starfræktur. Til gamans má geta þess að Bandalagið hefur ákveðið að NEATA-hátíðin verði haldin hér á landi árið 2010.

Sýningarnar á hátíðinni eru:

hjaltland.jpgMot slaktevekt Hinsides Hekneby frá Noregi

Soul Võru Theatreatelier frá Eistlandi
 
Erelnycia Rokiskis Folk Theatre frá Litháen

Karols Saldus Amateur Theatre frá Lettlandi
 
Ja må jag leva Musikteaterföreningen Oliver frá Svíþjóð

Hørpuríma Havnar Sjónleikarfelag frá Færeyjum

Whit’s Ahint Serpentine Drama frá Hjaltlandi
 
Koldt DRAKOMIR frá Danmörku
 
Memento Mori Hugleikur og Leikfélag Kópavogs frá Íslandi

Menniskjan og tey fornesku Dramaverkstaðið frá Færeyjum
 

Hægt er að lesa meira um sýningarnar hér