Leikfélag Hörgdæla frumsýndi verkið Með fullri reisn fimmtudagskvöldið 3. mars á Melum í Hörgárdal. Leikritið er eftir Terrence McNally og þýtt af Karli Ágústi Úlfssyni. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson og hefur hann, ásamt leikhópnum staðfært verkið heim í sveitina. Verkið fjallar um bændur og bændaiðnaðinn og hvernig þrengingar þar og í ferðaiðnaðinum reki þá til aðgerða. Ákveða þeir því að halda konukvöld þar sem fötum mun fækka, en hversu langt verður gengið? Átján leikarar stíga á svið, samblanda af þrautreyndum áhugaleikurum og nýliðum.

Uppselt er á níu af fyrstu tólf sýningunum og því er um að gera að panta sæti sem fyrst.

Stuðsýning · föstudaginn 4. mars kl. 20:30
3. sýning · laugardaginn 5. mars kl. 20:30
4. sýning · föstudaginn 11. mars kl. 20:30
5. sýning · laugardaginn 12. mars kl. 20:30
6. sýning · föstudaginn 18. mars kl. 20:30
7. sýning · laugardaginn 19. mars kl. 16:00
8. sýning · laugardaginn 19. mars kl. 20:30
9. sýning · föstudaginn 25. mars kl. 20:30
10. sýning · laugardaginn 26. mars kl. 20:30

Sýningar-skipulag má nálgast á vefslóðinni www.horga.is/leikfelag

{mos_fb_discuss:2}