Leikfélag Hörgdæla hefur ávkeðið að taka aftur upp sýningar á Með fullri reisn þar sem hætta þurfti sýningum fyrir fullu húsi og með hundruð manna á biðlista sl. vor. Alls var leikritið sýnt 30 sinnum og sáu það 2.800 manns en nú verður 10 sýningum bætt við og hefjast þær 20. október. Forsala á sýninguna er hafin og því um að gera að tryggja sér miða hið snarasta því ekki verða fleiri sýningar en þessar 10.

Leikritið er eftir Terrence McNally og þýtt af Karli Ágústi Úlfssyni. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson og hefur hann, ásamt leikhópnum staðfært verkið heim í sveitina. Verkið fjallar um bændur og bændaiðnaðinn og hvernig þrengingar þar og í ferðaiðnaðinum reki þá til aðgerða. Ákveða þeir því að halda konukvöld þar sem fötum mun fækka, en hversu langt verður gengið? Átján leikarar stíga á svið, samblanda af þrautreyndum áhugaleikurum og nýliðum.

Sýningar:
1. sýning – fimmtudaginn 20. október
2. sýning – föstudaginn 21. október
3. sýning – sunnudaginn 23. október
4. sýning – þriðjudaginn 25. október
5. sýning – miðvikudaginn 26. október
6. sýning – fimmtudaginn 27. október
7. sýning – föstudaginn 28. október
8. sýning – fimmtudaginn 3. nóvember
9. sýning – föstudaginn 4. nóvember
10. sýning – laugardaginn 5. nóvember

Sýningarnar hefjast allar kl. 20:30
Sýnt að Melum, Hörgársveit – Miðaverð kr. 2.500,-

Forsala er í síma 823 6659 milli kl. 15:00 og 17:00 og í síma 821 9659 milli kl. 16:00 og 19:00 alla virka daga.
Athugið! Einungis er tekið við miðapöntunum á þessum tíma og í þessum símum.

{mos_fb_discuss:2}