Leikfélag Selfoss býður upp á áhugavert söng- og raddbeitingarnámskeið dagana 14.-15. apríl í Litla leikhúsinu við Sigtún. Kennari verður Kristjana Stefánsdóttir, djasssöngkona og söngkennari, en Kristjana kennir söng við FÍH, ásamt því sem hún hefur unnið við raddþjálfun leikara bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Núna síðast vann hún við raddþjálfun í sönleiknum Leg, sem nýlega var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu. Einnig hefur hún séð um söngþjálfun í X-Factor og Idol sjónvarpsþáttunum vinsælu.

Kristjana styðst við Complete Vocal tæknina frá Catrine Sadolin, einum virtasta raddsérfræðingi í heimi.
Námskeiðið verður með svokölluðu masterclass formi, þ.e. hægt verður að skrá sig sem virkan nemanda, sem felur í sér að fara upp á svið og fá beina kennslu hjá Kristjönu, en einnig geta áhugasamir skráð sig sem áheyrnarnemanda og fylgst með kennslu og fyrirlestrum.
Með Kristjönu á námskeiðinu verður píanóleikarinn Agnar Már Magnússon, sem sjá mun um undirleik og mun einnig spjalla og fræða nemendur um samskipti söngvara og undirleikara.

Námskeiðslýsing: Kennt verður 2 daga í röð frá klukkan 10:00-16:00 með 1 klst. matarhléi.
Dagur 1.
Fyrirlestur um söngtækni og aðferðir við söng og tal (1-2 klst).
Eftir það koma nemendur upp einn af öðrum og syngja og/eða tala og unnið verður með tæknilegum, ritmalegum eða á stíl vandamálum.

Dagur 2.
Byrjað að syngja blús eða eitthvað skemmtilegt til að hrista liðið saman. Tæknin aðeins rifjuð upp og svo unnið með alla nemendur aftur. Þeir mega vera með sama lagið eða koma með nýtt.
Virkir nemendur eiga að koma með eitt lag með sér sem unnið verður með, en einnig er hægt að biðja um aðstoð við raddbeitingu, eins og að öskra á svið og fleira í þeim dúr.

Pláss er fyrir 15 virka nemendur og svo geta verið eins
margir áheyrnarnemendur og húsrúm leyfir.

Námskeiðsgjald er kr.12.000 sem virkur nemandi og kr. 3.000 fyrir stakan dag í áheyrn en 4.000 fyrir báða dagana.

Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig hjá Guðfinnu Gunnarsdóttir, formanni Leikfélags Selfoss, í síma 8921805 eða á netfangið krullupinni@gmail.com fyrir 31 mars.