Helgina 5. og 6. desember koma góðir gestir frá Noregi í heimsókn í Kúluna, barnaleikhús Þjóðleikhússins og sýna dansleikhús án orða fyrir allra yngstu leikhúsgestina, allt frá ungabörnum til fjögurra ára barna. Tvær sýningar eru hvorn daginn, kl. 13:30 og 15:00. Að auki eru forsýningar á miðvikudag og fimmtudag sem allir geta sótt.

Hrekkjóttur álfur og óörugg maríuhæna villast inn í litlaust land. Fljótlega taka undarlegir hlutir að gerast, steinar og sveppir blikka, sólin og tunglið svífa yfir og landið breytist í ævintýraskóg. Allir þessir töfrar hafa mikil en ólík áhrif á álfinn og maríuhænuna en að lokum sameinast þau og áhorfendur í dansi. Í lok sýningarinnar fá börnin að skoða sig um á sviðinu, spjalla við álfinn og klappa maríuhænunni.

Sýningin er gestasýning frá Noregi, en hú hefur verið sýnd í Osló og nágrenni og hlotið mjög góðar viðtökur.

Hugmynd, leikmynd og hreyfingar: Inger Cecilie Bertràn de Lis
Dansarar: Inger Cecilie Bertràn de Lis og Tinna Grétarsdottir
Tónskáld: Karoline Rising Næss
Búningar: Hilde Elisabeth Brunstad
Ljós: Elisabeth Kjeldahl Nilsson

{mos_fb_discuss:2}