Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, verður haldin í Borgarleikhúsinu föstudaginn 5. maí nk. kl. 20:00 í tengslum við aðalfund Bandalagsins sem haldinn verður í Félagsheimili Seltjarnarness 6. og 7. maí.

Til að hvetja sem flest aðildarfélög til þátttöku í hátíðinni verður ekki valið inn á hana, aðeins sett 15 mínútna tímamörk á sýningarnar. Tímalengd hátíðarinnar í heild verður 3 klst. með tveimur hléum. Ef það margar umsóknir berast að séð verður að tímaramminn haldi ekki, verða þau félög sem sækja um að koma með flestar sýningar á hátíðina beðin um að draga einhverja af sínum til baka.

ImageÞrjár sýningar verða tilnefndar og ein þeirra síðan útnefnd sem „sýning hátíðarinnar“.

Þátttökutilkynningum þarf að skila til skrifstofunnar fyrir 1. apríl. Þann 5. apríl verður tilkynnt hvaða verk verða sýnd á hátíðinni.

Frekari upplýsingar verða birtar síðar.