Stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldin, í fimmta skipti í samvinnu við Borgarleikhúsið, laugardaginn 23. maí nk. Hátíðin verður með svipuðu sniði og síðasta hátíð, sýningar um daginn og hátíðarsamkoma um kvöldið. Öll aðildarfélög Bandalagsins eru hvött til að senda sýningar á hátíðina og er þeim bent á að hjá þjónustumiðstöð Bandalagsins er til mikið úrval stuttverka. Það er alls ekki skilyrði að um frumflutning á verki sé að ræða.

Miðað er við að verk taki ekki lengri tíma en 15 mínútur í flutningi. Ekki verður um forval að ræða en ef heildarlengd hátíðarinnar fer yfir tímamörk verða þau leikfélög sem flest verk hyggjast sýna beðin um að fækka þeim uns tímaramma er náð. Hátíðin verður nánar kynnt fljótlega.

{mos_fb_discuss:3}