Leikfélag Ölfuss fékk Magnús J. Magnússon til liðs við sig á dögunum til að setja upp frumsamið leikrit með unglingum á aldrinum 14-16 ára. Leitað var eftir áhugasömum unglingum til að taka þátt í þessu verkefni og ellefu hressir krakkar skráðu sig til leiks. Verkið nefnist Margt er skrýtið og er ætlað fyrir börn á aldrinum 2-8 ára.

Æfingar hófust þann 9. febrúar og voru sýndar tvær sýningar í Versölum, fyrst fyrir nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn í 1. – 3. bekk miðvikudaginn 3. mars og síðan fyrir fullu húsi sunnudaginn 7. mars. Námskeiðið var krökkunum að kostnaðarlausu. Margir efnilegir leikarar leynast í þessum frábæra hópi og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni.

{mos_fb_discuss:2}