Ákveðið hefur verið að taka upp sýninguna Manntafl eftir Stefan Zweig frá fyrra leikári. Sýningin fékk afar góðar viðtökur og var ÞórTulinius tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir einleikinn.  Aðeins 4 sýningar eru í boði og sú fyrsta verður sunnudaginn 29.október.
 
Manntafl er hiklaust ein af perlum skáldverka tuttugustu aldarinnar. Hún er uppgjör snillings af gyðingaættum við nasisma Hitlers, sem hafði lagt undir sig hans heimaland. Hún er uppgjör við stríð og hörmungar þess, ómennskt ofbeldið og niðurlægingu mannanna. Sagan er rík af áleitnum umfjöllunarefnum um fíknir og áráttur sem hrjáð geta manninn.
Sagan er skrifuð af slíkri snilld, að hún rígheldur manni í spennu frá upphafi til enda.
 
Leikari Þór Tulinius. Leikstjóri Hilmir Snær Guðnason.