Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Makalaus sambúð eftir Neil Simon í þýðingu og leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar, þann 15. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst sýningin kl. 19.00. Alls eru 8 leikarar og hópur aðstoðarfólks sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni. Leikfélagið stefnir að sýningarhaldi á fleiri stöðum en það mun koma betur í ljós síðar.

Leikritið, sem heitir á ensku The Odd Couple, fjallar um ungan fréttamann sem hefur verið sparkað af eiginkonu sinni, og flytur inn með vini sínum íþróttafréttamanninum. Vinurinn er hinn mesti sóði, og er sambúðin hin kostulegasta á köflum þar sem sambýlingarnir læra sitthvað hvor af öðrum.

Næstu sýningar verða:
Mánudaginn 18. mars kl. 21.00
Föstudaginn 22. mars kl 20.00
Páskadag 31. mars  kl. 20.00.

Miðaverð er 2.500 kr. fyrir fullorðna en 1.300 fyrir börn á grunnskólaaldri. Frítt fyrir yngri en 5 ára.
Miðapantananir í síma 865 3838