Laugardaginn 4. nóvember frumsýnir Umf. Íslendingur leikritið Maður í mislitum sokkum, sem er gamanfarsi eftir Arnmund Backman.
Þeir sem hafa gaman af góðu gríni ættu ekki að missa af þessu.
Undanfarið hafa staðið yfir æfingar í Félagsheimilinu Brún og hafa þær gengið vel og mikið verið hlegið. Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir en hún hefur víða komið við bæði sem leikari og leikstjóri.
Leikendur eru átta talsins og koma frá Hvanneyri og nágrenni en leikritið fjallar um gamlan mann sem ratar ekki heim því hann hefur misst minnið og skrautlegum tilburðum nokkurra vina við að koma honum til síns heima.
Stærri myndin sýnir leikstjórann, Ásu Hlín Svavarsdóttur, ásamt leikurum.
Myndir Guðrún Bjarnadóttir.