Laugardaginn 1. september verður fyrsta frumsýning leikársins hjá Leikfélagi Reykjavíkur og er hún á Litla sviði Borgarleikhússins. Það er farsinn Lík í óskilum eftir Anthony Neilson sem opnar leikárið hjá LR og það er Steinunn Knútsdóttir sem leikstýrir.


 
Þetta er gamanleikur um óborganlegt lögguteymi sem fær það hlutverk að boða eldri hjónum váleg tíðindi á aðfangadagskvöld. Áður en erindið hefur verið útskýrt að fullu kemur upp misskilningur sem erfitt reynist að leiðrétta. Fljótlega eykst misskilningurinn, fleiri persónur slást í hópinn, flækjan verður sífellt flóknari og hjartveiki eiginmannsins gerir verkefni lögreglunnar nánast ómögulegt. Löggur, lygar og lygileg atburðarrás!

Leikarar: Þórhallur Sigurðsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Eggert Þorleifsson, Helga Braga Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Jörundur Ragnarsson og Þór Tulinius. Hljóðmynd: Sigurvald Ívar Helgason. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Leikgerfi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Búningar: Rannveig Kristjánsdóttir. Þýðing: Sigurður Hróarsson. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Leikstjórn: Steinunn Knútsdóttir.