Íó – Undirheimaferð stúlku og hrafns, sýnt í Tjarnarbíói.

Nú er komið að lokasýningu á þessu dásamlega verki – Laugardaginn 2. des kl.15:00.

Hafrún er ákveðin stelpa með mikið hrokkið hár. Hún elskar að ráða í drauma, lesa á hvolfi og fylgjast með tunglinu en í nótt getur hún ekki sofið. Hún saknar ömmu sinnar sárt sem er nýfarin á fund stjarnanna. Skyndilega flýgur hvítur hrafn inn í herbergið á ógnarhraða. Hafrún nefnir hann Íó. Saman leggja þau af stað í stórfenglegt ævintýri. Þau fljúga útum glugga í átt að tungli, ganga um sofandi sand sem lifnar við, lenda í táraflóði og ferðast neðansjávar í leit að ömmu.

Íó er ljóðræn sýning um sorgarferli. Sýningin er sjónræn sviðsetning á innra ferðalagi barns. Á ferðalaginu takast Hafrún og Íó á við mögnuð öfl sem búa innra með okkur og eru jafn ómissandi og tunglið sem lýsir okkur nóttina. Íó er þroskasaga um hugrekki, vináttu, missi og leit að jafnvægi milli ljóss og myrkurs.

 

Höfundur og listrænn stjórnandi: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Leikstjóri: Aude Busson

Leikmynda-, búninga- og brúðuhönnun: Sigríður Sunna Reynisdóttir

Brúðugerð og brúðuleikari: Aldís Davíðsdóttir

Leikkona: Gríma Kristjánsdóttir

Tónlist: Ásta Fanney Sigurðardóttir

Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson

Textílhönnun og búningagerð: Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri: Anna Rut Bjarnadóttir

Plakat og myndband: Una Lorenzen