Lokasýning verður á næstunni á leikdagskránni Harmi, hundum og hýrum konum hjá Leikfélagi Kópavogs laugardagardaginn 19. janúar  kl. 20.00. Leikdagskráin samanstendur af fjórum leikþáttum, innlendum og erlendum. Þættirnir eru Arfurinn eftir Örn Alexandersson, Samtal fyrir eina rödd og Við höfum allar sömu sögu að segja eftir Dario Fo og Franca Rame og Girnd á Geirsnefi eftir Dennis Schebetta. Örn Alexandersson leikstýrir eigin þætti en Hörður Sigurðarson hinum en alls taka 10 leikarar þátt í uppfærslunni. Athugið að ekki er mælt með dagskránni fyrir yngri en 12 ára.

 

Leikarar í dagskránnin eru:

Arfurinn: Anna Margrét Pálsdóttir, Kjartan Hearn, Jónheiður Ísleifsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir
Samtal fyrir eina rödd: Hildur Tryggvadóttir
Við höfum allar sömu sögu að segja: Helga Björk Pálsdóttir
Girnd á Geirsnefi: Arnfinnur Daníelsson, Bjarni Daníelsson, Sunneva Lind Ólafsdóttir og Þórarinn Heiðar Harðarson.
Lýsingu annaðist Skúli Rúnar Hilmarsson, Hilmar Loftsson gerði hreyfimyndir, Rúna Sif Harðardóttir sá um förðun og Hörður Sigurðarson um leikhljóð og hljóðmynd.