Laugardaginn 28. apríl n.k. verður lokasýning á ævintýraverkinu "Þið munið hann Jörund" í félagsheimilinu á Hólmavík. Reiknað er með gargandi stemmingu þetta kvöld og fullu húsi gesta. Áhugasömum er þess vegna bent á að panta miða á sýninguna í síma 865-3838.
Í tilefni dagsins vill Leikfélagið bjóða einn frían drykk með hverjum keyptum miða. Geta gestir valið úr nokkrum tegundum gosdrykkja til að svala þorstanum og þeir sem eru orðnir 20 ára hafa einnig val um léttan eða venjulegan bjór. Kvennakórinn Norðurljós selur kaffi, svala og gómsætt bakkelsi í hléinu. Gestum sem koma lengra að, er bent á að nægt gistirými er á Hólmavík og nærsveitum og afþreying ýmis konar á boðstólum.
Leikfélag Hólmavíkur var stofnað í maí 1981 og hefur starfað nær óslitið síðan þá. Í þessari uppsetningu eru þáttakendur um 25 manns á öllum aldri. T.d um helmingur leikararanna, eru nemendur og starfsfólk skólans. Skúli Gautason leikstýrði verkinu. Hann býr á Víðidalsá við Hólmavík, þar sem hann dvelur þegar hann er ekki í Danmörku. Honum finnst krafturinn og jákvæðnin á Hólmavík alveg hreint ótrúleg og menningarlífið með eindæmum frábært.
Nánari upplýsingar á www.holmavik.is/leikfelag
{mos_fb_discuss:2}