Þjóðleikhúsið stendur fyrir námskeiðum í annarsvegar lýsingu og hinsvegar hljóðvinnslu í leikhúsi nú í september. Námskeiðin eru ætluð þeim sem einhverja reynslu á viðkomandi sviði og eru hugsuð til að dýpka og víkka þekkingu viðkomandi.

Námskeiðin verða haldin dagana 17. – 20. september sem hér segir
(ATH! Tímar hafa breyst frá því þessi frétt birtist fyrst):

Hljóðnámskeið:
Fös 18. sept – Málarasalur – kl. 17.30 -19.00
Lau 19. sept – Stóra svið – kl. 10.00 -13.00
Sun 20. sept – Stóra svið – kl. 13-14.30

Ljósanámskeið:
Fös 18. sept – Málarasalur – kl. 20 – 21.30
Lau 19. sept – Stóra svið – kl. 16.15 -19.15
Sun 20. sept – Stóra svið – kl. 15 -16.30

Hægt er að sækja hvortveggja námskeiðin en verð á hvort námskeið er 22.000 kr.
Til að skrá sig á námskeið skal senda póst á Björn Inga hjá Þjóðleikhúsinu á netfangið bjorningi@leikhusid.is.