ImageHelgina 7.-8. janúar næstkomandi heldur Leikfélag Hafnarfjarðar námskeið í ljósastjórnun í leikhúsi.  Kennari er Egill Ingibergsson sem er gamalreyndur í faginu og hefur hannað lýsingar í fjölmörgum leiksýningum gegnum árin. Kennd verða undirstöðuatriði lýsingar fyrir leikhús auk þess sem farið verður ítarlega yfir notkun og notkunarmöguleika ETC Express ljósaborða við ljósastjórnun.

Námskeiðið er tveir dagar, laugardagur og sunnudagur. Kennt verður frá 10 til 17 báða dagana. Öll námsgögn og ítarefni afhent á  staðnum. Námskeiðsgjald er kr. 10.000. Skráning hjá Ingvari Bjarnasyni, formanni LH, í síma 896-7478. Allir áhugasamir velkomnir, enn er laust pláss á námskeiðið. Fyrstir koma fyrstir fá!