Þann 23. apríl frumsýnir Litli Leikklúbburinn leikritið „Rauðhettu“ eftir Snæbjörn Ragnarsson.  Þetta er fjörugt barnaleikrit með söngvum, en auk Rauðhettu, úlfins og ömmu koma Grísirnir 3, Hans og Gréta, nornin og pabbinn við sögu.

Þetta er lokahnykkurinn á 50 ára afmælisdagskrá LL og öllum börnum á norðanverðum Vestfjörðum boðið í leikhús og auðvitað líka fullorðnum í fylgd barna.

Leikstjóri:  Páll Gunnar Loftsson

Tónlistarstjóri:   Kristín Harpa Jónsdóttir

Alls taka 10 leikendur þátt í sýningunni ásamt fjölda af öðru góðu fólki sem sér um sviðsmynd, búninga, ljós, hljóð og annað sem gera þarf.

Sýnt verður 23. og 24. apríl og 29. og 30. apríl

Upplýsingar og bókanir á sýningar eru í síma 856 5455 frá 14. apríl.

Nauðsynlegt er að bóka miða.

Þeir sem geta komið því við eru beðnir að sækja bókaða miða í Pennann – Eymundsson á opnunartíma verslunarinnar.

Myndin með fréttinni er úr síðustu uppfærslu LL. „Kvöldstund með LL“ sem var sýnd síðasta haust.