Hið sívinsæla leikrit Lína langsokkur verður frumsýnt á Sauðárkróki um næstu helgi. Leikstjóri er Pétur Guðjónsson. Leikhópurinn telur 16 manns en alls taka um 35 þátt í uppsetningunni. Leikfélag Sauðárkróks hefur verið iðið við barnasýningakolann á undanförnum árum og setti m.a. upp Ævintýrabókina í fyrra. Þar áður hefur félagið sett upp Dýrin í Hálsaskógi, Emil í Kattholti og Kardemommubæinn svo eitthvað sé talið af uppsetningum fyrir börn.
Æfingar á Línu hófust 30. ágúst síðastliðinn. Leikfélag Sauðárkróks setur upp tvær leiksýningar á ári og að jafnaði er sett upp barna- og fjölskylduleikrit á haustin en farsi, gaman- eða söngleikur að vori.
Lína langsokkur virðist sérlega vinsæl í ár því alls eru leikfélögin með 3 uppsetningar á henni framundan. Auk Sauðkræklinga verður Lína einnig sýnd hjá Leikfélagi Vestmannaeyja og Leikfélagi Fljótsdalshéraðs í haust.
Miðapantanir á Línu langsokk eru í síma 8499434. Frumsýnt verður föstudaginn 18. okt kl. 18:00 eins og áður segir en næstu sýningar eru sem hér segir:
Laugardag 19.okt kl 14:00.
Sunnudag 20. okt kl 14:00.
Þriðjudag 22. okt kl 18:00.
Almennt miðaverð er 3500 kr. en hópar, eldri borgarar, öryrkjar og grunn- og leikskólabörn fá miðann á 3000 kr.