Leikfélag Hafnarfjarðar kynnir leiksýninguna Limbó í leikstjórn Jóns Inga Hákonarsonar.
Um er að ræða fjölbreytta og skemmtilega stuttverkadagskrá sem gerist í undraheimum Limbó. Sjö verk eru á dagskránni eftir fimm höfunda.
Alls taka 12 leikarar þátt í sýningunni en æfingar hafa staðið yfir síðan í byrjun maí mánaðar. Um hönnun á sviðsmynd sá Bjarni Þór Pétursson en ljósahönnun var í höndum Björns Elvars Sigmarssonar.
Verkin í sýningunni eru: Mamma mín eftir Rakel Mjöll Guðmundsdóttur, Tirrí tirrí eftir Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur, Daginn eftir eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson, Ég get ekki… eftir Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur, Syngjandi sæll og graður eftir Ingvar Bjarnason, Læknirinn eftir Nick Kaldunski og Kaffi og með því eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson.
Sýningar eru:
Laugardagur 2. júní FRUMSÝNING
Sunnudagur 3. júní 2. sýning
Mánudagur 4. júní 3. sýning
Þriðjudagur 5. júní 4. sýning
Miðvikudagur 6. júní 5. sýning
Fimmtudgaur 7. júní LOKASÝNING
Allar sýningar hefjast kl 21.00Miðapantanir og fyrirspurnir í síma 551-1850 eða 848-0475 og á leikfelagid@simnet.is.
Miðaverð er 1500 krónur.
Sýnt er í húsnæði leikfélagsins í Gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.