Ljósmyndasýning, aukasýningar og leikhússpjall
– Leikhópurinn 10 fingur opnar ljósmyndasýningu um sköpun sýningarinnar Lífið
– Aðferðin sem hópurinn notaði er einstök, sagan varð til úr vinnu með mold
– Aukasýningar á verkinu í janúar og febrúar
– Að lokinni sýningu 18. janúar munu aðstandendur sýningarinnar ræða við gesti
Ljósmyndasýning
Þann 18. janúar mun Helga Arnalds hjá leikhópnum 10 fingrum opna ljósmyndasýningu á Tjarnarbarnum, bar Tjarnarbíós. Á sýningunni verða myndir sem varpa ljósi á vinnuaðferðina sem notuð var við gerð sýningarinnar.
Aðferðin sem notuð var við sköpun sýningarinnar Lífið er nokkuð einstök. Í stað þess að vinna sýninguna út frá fyrirfram gefnu innihaldi, sögu eða handriti er frásögnin látin fæðast út úr efniviðnum, þ.e. moldinni.
Á æfingaferlinu spunnu leikarar og leikstjórar með moldina, tóku myndir af ferlinu og röðuðu svo atriðunum saman í heild, þar til sýningin fór smám saman að taka á sig mynd og myndirar fóru að segja sögu.
Úr varð einstök leikhúsupplifun fyrir alla fjölskylduna þar sem sögð er skemmtileg saga sem höfðar jafnt til stórra sem smárra. Markmiðið með því að halda ljósmyndasýningu meðfram aukasýningum í janúar er að veita áhorfendum innsýn í sköpunarferlið og stækka þar með upplifunina.
Aukasýningar
Vegna mikilla vinsælda á Lífinu hefur verið bætt við aukasýningum á verkinu eftirfarandi daga:
sunnudaginn 18. janúar kl. 13:00
sunnudaginn 25. janúar kl.13:00
sunnudaginn 1. febrúar kl. 13:00
Leikhússpjall eftir sýningu
Eftir sýningu þann 18. janúar munu leikarar og leikstjórar bjóða upp á spjall eftir sýninguna, þar sem gestum gefst kostur á að ræða við þau um verkið og spyrja spurninga.