Freyvangsleikhúsið heldur opna handritasamkeppni fyrir leikskáld af öllum stærðum og gerðum. Leikritið sem verður fyrir valinu verður sett upp á fjölum Freyvangsleikhússins í byrjun árs 2020.
Það sem þú þarft að gera til að taka þátt:
– Skrifa leikrit í fullri lengd
– Merkja handritið með dulnefni
– Setja alvöru nafnið þitt og símanúmer í lítið umslag merkt titli leikritsins
– Prenta út handritið og setja það ásamt litla umslaginu saman í stærra umslag.
Senda skal handritið á eftirfarandi heimilisfang:
Stjórn Freyvangsleikhússins
Eyrarlandsvegi 12
600 Akureyri
Skilafrestur er til 10. október 2019.
Eingöngu frumsamin verk í fullri lengd koma til greina til sýningar.
Freyvangsleikhúsið áskilur sér rétt til að velja og hafna hvaða handriti sem er.