Í háskólanum í Klaipeida í Litháen er boðið upp á styttri námsbraut í leikstjórn. Námið tekur tvær annir og er miðað við fjölþjóðlegan nemendahóp. Hámarksfjöldi nemenda er 15 manns en einhver reynsla af leikstjórn er inntökuskilyrði. Fari fjöldi umsækjenda yfir 15 manns verður valið úr þeim eftir reynslu í leikhúsvinnu.
Skólagjöld fyrir veturinn eru tæplega 580.000 krónur, miðað við núverandi gengi, en innifalið í því er húsnæði á stúdentagörðum.
Umsóknarfrestur er til 1. mars.
Það er leikstjórnardeild Klaipeida-háskóla sem stendur fyrir námsbrautinni í samvinnu við IATA (Alþjóðlega áhugaleikhússambandið) NEATA (Bandalag Norður-evrópskra leikfélaga) og LMTS (Bandalag litháiskra leikfélaga).
Námsgreinar eru eftirfarandi:
Leiklist (byggð á aðferðafræði Stanislavsky): Báðar annir (12 ECTS einingar).
Leikstjórn: Báðar annir (24 ECTS einingar)
Hreyfiþjálfun: Haustönn (6 ECTS einingar)
Látbragðsleikur: Vorönn (6 ECTS einingar)
Raddþjálfun: Hautönn (3 ECTS einingar)
Leikstjórnarsaga: Vorönn (3 ECTS einingar)
Nútímaleiklist: Vorönn (3 ECTS einingar)
Litháíska: Haustönn (3 ECTS einingar)
Vefur námsbrautarinnar er http://www.theatredirecting.ku.lt/ en þar eru m.a. nánari upplýsingar um innihald námsgreina.
Upplýsingar má einnig fá hjá deildarstjóranum, Danute Vaigauskaite,
netfang: danute.vaigauskaite@ku.lt
og sími +370 46 398 740
Nánari upplýsingar liggja einnig fyrir á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga í síma 551 6974 og á netfanginu info@leiklist.is .