Leikfélagið Peðið efnir til leikritasamkeppni í tengslum við Menningarhátíð Grand Rokks sem haldin verður dagana 31. maí–3. júní 2007. Leitað er eftir drögum/hugmyndum/grind að leikverki sem hentað gæti til uppsetningar hjá leikhópnum.

Skilafrestur er til 15. maí og skal handritum skilað á Grand Rokk, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík, í umslagi merktu Leikritasamkeppni Peðsins og nafn höfundar ásamt símanúmeri viðlagt í lokuðu umslagi, merktu verkinu.

Dómnefnd skipuð Viðari Eggertssyni, Þorgeiri Tryggvasyni og Lísu Pálsdóttur mun velja vinningshandritið og stefnt er að því að verkið verði sett upp á Menningarhátíðinni að ári.

Mundið nú pennann eða tætið upp úr skúffunum!
Vegleg verðlaun í boði.

leikritasamk.gif

{mos_fb_discuss:2}