Leikfélagið Peðið hefur ákveðið að blása til leikritasamkeppni í tilefni Menningarhátíðar Grand Rokk. Skilafrestur á leikritum eða úrdráttum úr slíkum verður að skila fyrir 15.maí næstkomandi, undir leyninafni með réttur nafni og símanúmeri í lokuðu umslagi. Skila skal leikritunum á Grand Rokk Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík. Dómnefnd skipuð Viðari Eggertssyni leikstjóra, Þorgeiri Tryggvasyni Hugleikara og Lísu Pálsdóttur formanni Peðsinsm mun velja eitt verk sem hlýtur vegleg verðlaun og ætlunin er að leikfélagið sýni vinningsverkið á Menningarhátíðinni að ári.

Menningarhátíð Grand Rokk verður haldin dagana 31.maí – 03.júní 2007. Þetta er fimmta Menningarhátíðin og verðu hún jafn spennandi og áður. Fastur liður á hátíðinni er myndlistarsýning, og listamenn eru fengnir til að mála verk á meðan hátíðinni stendur, og verkin síðan boðin upp í lok hátiðarinnar, bókauppboð úr Bókabúð Braga Kristjónssonar er einnig fastur liður. Glæpasagnasamkeppni Glæpafélagsins er aftur komin heim, en í fyrra féll hún niður, á verðlaunakvöldinu lesa nokkrir höfundar úr verkum sínum. Minningartónleikar vegna ótímabærs fráfalls Gunnars Ólafssonar smiðs, (sem var einn af fastagestum staðarins) verða haldnir þann 31.maí, og þar munu Kátir Piltar, Sviðin jörð, South river band, Andrea Gylfa, Lísa Páls, Magnús R. Einarsson og Björgúlfur Egilsson heiðra minngu Gunnars.

Leikfélagið Peðið frumsýnir tvo einþáttunga eftir hirðskáldið Jón Benjamín Einarsson, en þetta er fjórða verkefnið sem leikhópurinn ræðst í. Margt fleira verður í boði á Menningarhátíðinni sem auglýst verður síðar, innan skamms verður opnaður nýr vefur www.grandrokk.is þar sem allar upplýsingar um hátíðina verður að finna.

{mos_fb_discuss:3}