thjodleikhus_logo.gifÍ fjórða sinn standa leiklistardeild LHÍ og  fræðsludeild Þjóðleikhússins nú sameiginlega að leikritunarsamkeppni fyrir framhaldsskólanema. Örleikrit er einfaldlega mjög stutt leikrit, og verður í þessu tilfelli að uppfylla eftirtalin skilyrði:

Lengd: Hámark 10 mínútur. Lágmark 5 mínútur (u.þ.b. 2-4 bls.)
Leikarar: 3 eða færri.
Leikmynd: Gamall 1 m. hár skápur– ekkert annað.
Leikmunir: Engir
Verkin mega ekki hafa birst eða verið sýnd áður. Handrit skilist rafrænt á netfangið fraedsla@leikhusid.is (Upplýsingar um höfunda verða aðskildar frá verkunum áður en þau eru lögð fyrir dómnefnd).  Einnig má skila verkunum undir dulnefni á skrifstofu leiklistardeildar LHÍ að Sölvhólsgötu 13 merktum ,,Örleikritasamkeppnin Skápur”. Nafn höfundar, símanúmer og netfang skal þá fylgja í lokuðu umslagi merktu dulnefninu.

Velkomið er að senda fleiri en eitt verk í keppnina.

Nokkur bestu örverkin verða leiklesin í Þjóðleikhúsinu af nemendum í leiklistardeild LHÍ úrslitakvöldið 3. apríl 2007.

Spron leggur sem fyrr fram verðlaunafé í samkeppnina. Í fyrstu verðlaun eru 50 þúsund krónur, í 2. verðlaun eru 30. þúsund krónur og 3. verðlaun eru 20 þúsund krónur.

Láttu slag standa!
Skilafrestur er til 19. mars 2007

Allar frekari upplýsingar veitir Vigdís Jakobsdóttir hjá fræðsludeild Þjóðleikhússins; vigdis@leikhusid.is