Leiknáman er nýjung á Leiklistarvefnum sem hleypt verður af stokkunum síðar á árinu. Um er að ræða gagnabanka með leiklistaræfingum. Leiknáman er ætluð kennurum og leiðbeinendum í leiklist, ekki síst þeim sem starfa með börnum og unglingum. Notendur geta leitað að hentugum æfingum eftir ýmsum skilyrðum s.s. aldri nemenda og tegund og/eða flokki æfinga.

Aðgangur verður með áskriftarformi. Skólar og aðrir sem vilja nýta sér Leiknámuna fá aðgang gegn hóflegu árgjaldi. Leiknáman verður í stöðugri þróun og munu nýjar æfingar og leikir bætast við reglulega. Áskrifendur munu einnig geta leitað til Þjónustumiðstöðvarinnar með ráðleggingar varðandi leikrit og leikþætti til uppsetninga auk annars sem snýr að sviðssetningum s.s. förðunarvörum o.fl.