Í því óvenjulega og erfiða ástandi sem ríkir þessar vikurnar er ánægjulegt að sjá að áhugaleikfélögin láta engan bilbug á sér finna. Samkomubannið hefur eðlilega stöðvað venjubundið starf á leiksviðinu en listin finnur sér alltaf farveg. Leikfélag Keflavíkur hefur verið með útsendingar á leiksýningum á vefnum og Sauðkræklingar ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Að öllu jöfnu væri allt á fullu nú um mundir á Króknum við æfingar á leikriti fyrir Sæluviku en þess í stað bjóða þau upp á leikritið Fylgd eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson sem jafnframt leikstýrir en hana þau settu upp á Sæluviku á síðasta ári. Sýninguna má sjá hér að neðan. 

Leikfélag Keflavíkur hefur einnig verið iðið við kolann og sýnir nú um helgina tvær leiksýningar; Litlu hryllingsbúðina í kvöld kl. 21.00 og á sunnudag kl.. 12.00 sýna þau Ávaxtakörfuna. Nánar um það á Facebooksíðu Leikfélags Keflavíkur.