Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga hefur starfað í núverandi mynd síðan vorið 1997. Árlega síðan hefur skólinn starfað í 9 daga á ári, venjulega í júní og hefur verið boðið upp á mikinn fjölda námskeiða sem sótt hafa verið af hátt á níunda hundrað nemendum.

 

 


Starfsárið 2024

Starfstími skólans á þessu ári er frá 15. til 23. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í boði verða 4 námskeið; Leiklist I í umsjón Ágústu Skúladóttur, Leikritun I í umsjón Karls Ágústs Úlfssonar, Leikstjórn IV sem Jenný Vala Arnórsdóttir stýrir og  Sérnámskeið fyrir leikara í umsjón Rúnars Guðbrandssonar. Einnig verður boðið upp á Höfunda í heimsókn.

 


Starfsárið 2023

Starfstími skólans á þessu ári er frá 17. til 25. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í boði verða 3 námskeið; Leiklist II í umsjón Árna Péturs Guðjónssonar, Leikstjórn III sem Jenný Vala Arnórsdóttir stýrir og  Sérnámskeiðið Leikarinn sem sögumaður/hljóðfæri í umsjón Björns Inga Hilmarssonar. Eeinnig verður boðið upp á Höfunda í heimsókn.


Starfsárið 2022

Starfstími skólans á þessu ári er frá 18. til 26. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í boði verða 3 námskeið; Leiklist I í umsjón Ólafs Ásgeirssonar, Leikstjórn II sem Jenný Vala Arnórsdóttir stýrir og  Sérnámskeiðið Hvernig segirðu sögu? í umsjón Ágústu Skúladóttur. Eeinnig verður boðið upp á Höfunda í heimsókn.


Starfsárið 2021

Starfstími skólans á þessu ári er frá 19. til 27. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í boði verða 4 námskeið; Leiklist II í umsjón Ólafs Ásgeirssonar, Leikstjórn I sem Vala Fannell stýrir, Sérnámskeið fyrir leikara í umsjón Rúnar Guðbrandssonar og Tjöldin frá sem Eva Björg Harðardóttir og Ingvar Guðni Brynjólfsson stýra.

 

 


Starfsárið 2020

SKÓLAHALD VAR FELLT NIÐUR 2020 VEGNA COVID-19

Starfstími skólans á þessu ári er frá 13. til 21. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í boð verða 4 námskeið; Leiklist II í umsjón Hannesar Óla Ágústssonar, Leikstjórn I sem Árni Kristjánsson stýrir, Sérnámskeið fyrir leikara í umsjón Rúnar Guðbrandssonar og Tjöldin frá sem Eva Björg Harðardóttir og Ingvar Guðni Brynjólfsson stýra.

 


Starfsárið 2019
Starfstími skólans á þessu ári er frá 8. til 16. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í boð verða 3 námskeið; Leiklist I í umsjón Aðalbjargar Árnadóttur, Leikritun II sem Árni Kristjánsson stýrir og Sérnámskeið fyrir leikara í umsjón Rúnar Guðbrandssonar.


Starfsárið 2018

Starfstími skólans á þessu ári er frá 9. til 17. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði

Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði, sum fyrir byrjendur en önnur sem gera ráð fyrir þekkingu og reynslu nemenda.

Karl Ágúst Úlfsson mun leiða áhugasama inn í töfrandi heim leikritunar og er námskeiðið ætlað jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Ágústa Skúladóttir skipuleggur og stýrir skemmtilegu og krefjandi trúðanámskeiði fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiðum í leiklist. Kennslan verður í samvinnu við Gunnar Björn Guðmundsson.

Rúnar Guðbrandsson stýrir masterclass námskeiði í leikstjórn og byggir þar ofan á góðan grunn.

Að lokum er okkur sérstök ánægja að bjóða í fyrsta sinn í sumarskóla Bandalagsins upp á námskeið í hönnun og aðferðum við leikmynda- og búningagerð. Þar bjóðum við velkomna Evu Björgu Harðardóttur sem kennir hjá okkur í fyrsta sinn en námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á því sem gerist bak við tjöldin í leikhúsinu.

Skráning á námskeiðin hefst 15. mars og stendur til 15. apríl. Nánari upplýsingar um skólastarfið

Bæklingur skólans starfsárið 2018 er hér á PDF formi:

LeiklistarskoliBIL2018


Starfsárið 2017 

Starfstími skólans á þessu ári er frá 12. til 20. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði.

Í sumar verða þrjú námskeið í boði sem öll gera ráð fyrir þekkingu og reynslu nemenda. Ágústa Skúladóttir verður með Leiklist II, framhald af velheppnuðu byrjendanámskeiði sem haldið var í fyrrasumar. Rúnar Guðbrandsson stýrir masterclass námskeiði í leikstjórn og byggir þar ofan á góðan grunn. Þá bjóðum við sérstaklega velkominn nýjan kennara, Þorsteinn Bachmann, sem býður reyndari leikurum upp á námskeið þar sem lögð verður áhersla á sjálfstæði og frumsköpun leikarans.

Auk námskeiðahalds bjóðum við höfundum að dvelja að Reykjaskóla við skapandi skrif. Bæklingur skólans starfsárið 2017 er hér á PDF formi: Leiklistarskóli BÍL 2017


Starfsárið 2016 Skoli2016
Starfstími skólans árið 2016 verður frá 4. til 12. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl. Í sumar verða þrjú námskeið í boði hvert með sínu sniði og kennarana þekkjum við vel af góðu einu. Ágústa Skúladóttir verður með sitt sívinsæla byrjendanámskeið fyrir nýliða. Rúnar Guðbrandsson verður með framhaldsnámskeið fyrir leikstjóra þar sem hann byggir ofan á þann góða grunn sem nemendur nutu í fyrra. Þá er okkur sérstök ánægja að bjóða velkominn Stephen Harper. Hann býður upp á sérnámskeið með sama sniði og sló rækilega í gegn hjá okkur fyrir nokkrum árum og við vonum að reyndari leikarar láti þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara. Auk námskeiðahalds þá bjóðum við höfundum að dvelja að Húnavöllum við skapandi skrif. Bæklingur skólans starfsárið 2016 er hér á PDF formi: Leiklistarskóli BÍL 2016


Starfsárið 2015

skoli_forsStarfstími skólans á þessu ári er frá 6. til 14. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl.

Í takt við traustar hefðir þá bjóðum við upp á margvísleg námskeið þar sem nemendur geta farið inn á nýjar brautir eða byggt á fyrri fræðslu. Fyrst er að nefna spennandi námskeið fyrir þá sem vilja feta sín fyrstu skref í leikstjórn, Leikstjórn I. Kennari að þessu sinni verður Rúnar Guðbrandsson. Þá er boðið upp á Leiklist II þar sem Ágústa Skúladóttir mun byggja á því stórskemmtilega byrjendanámskeiði sem hún kenndi í fyrra. Að lokum er í boði nýtt og spennandi framhaldsnámskeið fyrir reyndari leikara. Að þessu sinni fáum við Dóru Jóhannsdóttur til liðs við okkur með námskeið um langspuna með áherslu á Haraldinn.

Auk námskeiðahalds þá bjóðum við höfundum að dvelja að Húnavöllum við skapandi skrif.

Bæklingur skólans starfsárið 2014 er hér á PDF formi.


skolifrettStarfsárið 2014 Starfstími skólans á þessu ári er frá 14. til 22. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl.  Í ár er það markmið okkar að bjóða upp á fjölbreytt námskeið fyrir byrjendur jafnt sem og þá sem vilja treysta enn frekar þekkingu sína og reynslu. Til okkar koma þrautreyndir og þekktir kennarar sem hafa allir kennt hjá okkur áður við góðan orðstír. Ágústa Skúladóttir mun fara með byrjendum í öll grunnatriði í list leikarans á námskeiðinu Leiklist I. Rúnar Guðbrandsson verður með sérnámskeið fyrir lengra komna leikara með svipuðu sniði og boðið hefur verið upp á áður. Rúnar mun kynna mismunandi leikstíla og láta nemendur glíma við ólíkar aðferðir við að greina og túlka leikverk. Þá mun Karl Ágúst Úlfsson leiða leikskáldin áfram á sköpunarbrautinni á námskeiðinu Leikritun II. Bæklingur skólans er hér á PDF-formi.


Leidbeinendur2013bStarfsárið 2013 Starfstími skólans á þessu ári er frá 8. til 16. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu.Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl. Fjögur námskeið verða í boði að þessu sinni. Í takt við traustar hefðir leggjum við áherslu á að byggja ofan á góðan grunn sem þegar hefur verið lagður auk þess að bjóða upp á ný og spennandi tækifæri. Í fyrra kynnti Árni Pétur Guðjónsson töfraheim leiklistarinnar fyrir nýliðum og hann kemur aftur í sumar með framhald, Leiklist II. Reyndari leikurum bjóðum við að kynnast spennandi aðferðum Þóreyjar Sigþórsdóttur sem hefur umtalsverða menntun og reynslu sem leikari og leiklistarkennari. Þá fáum við Rúnar Guðbrandsson til liðs við okkur og bjóðum upp á sérstaklega áhugavert og krefjandi framhaldsnámskeið fyrir þann vaxandi hóp sem hefur lokið grunnnámskeiðum í leikstjórn. Síðast en ekki síst mun Karl Ágúst Úlfsson leiðbeina upprennandi stórskáldum um leyndardóma leikritunar. Bæklingur skólans starfsárið 2013 er hér á PDF formi.


Starfsárið 2012 Starfstími skólans á þessu ári er frá 9. til 17. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu Skólasetning er laugardaginn 9. júní kl. 9.00 og hefjast námskeiðin strax þar á eftir. Nemendur eru velkomnir að Húnavöllum kvöldið fyrir skólasetningu, frá kl. 20.00, ekki er boðið uppá kvöldverð. Skólaslit eru kl. 12.00 sunnudaginn 17. júní. Viðurkenningarskjöl og merki skólans verða afhent við skólaslit. Aðstaða að Húnavöllum: Svefnherbergin eru búin 2 rúmum án rúmfata, skáp, litlu borði og tveim stólum. Góðum dýnum verður bætt inn á stærstu herbergin og þau þannig gerð þriggja manna. Nemendur hafi með sér handklæði, sæng og kodda ásamt rúmfötum, eða svefnpoka. Sundlaug og heitur pottur eru á staðnum. Haldið verður lokahóf síðasta kvöldið þar sem fólk klæðir sig uppá, kveður kennarana sína og skemmtir hvert öðru með dansi og söng. Þátttökugjald á öll námskeiðin er kr. 72.500.-. Gjaldið skal vera að fullu greitt 10 dögum fyrir skólasetningu. Innifalið í þátttökugjaldi er gisting, matur, kennsla og gögn. Höfundar í heimsókn greiða kr. 57,500. Staðfestingargjald allra er kr. 35.000 kr. Það greiðist við skráningu og er óendurkræft nema gegn framvísun læknisvottorðs. Hægt er að greiða með greiðslukorti.Meðlimum aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga er bent á að félögin geta sótt um smá styrk til Bandalagsins ef þau senda nemendur í skólann. Bæklingur skólans starfsárið 2012 er hér á PDF formi.


Starfsárið 2011 kennararSkólinn starfar að Húnavöllum í A-Húnavatnssýslu dagana 11. til 19. júní. Haldin verða þrjú námskeið og boðið verður uppá aðstöðu fyrir höfunda. Í fyrra var lögð áhersla á byrjendanámskeið og fylgt er þeirri hefð að bjóða upp á framhaldsnámskeið í kjölfarið. Ágústa Skúladóttir mun því mæta aftur og kenna Leiklist II sem byggir ofan á þann góða grunn sem hún lagði í fyrra. Sigrún Valbergsdóttur mætir einnig aftur til leiks. Hún kennir nú Leikstjórn II þar sem nemendum gefst kostur á að dýpka enn skilning sinn og reynslu af leikstjórn. Reyndari leikurum stendur til boða námskeið Steinunnar Knútsdóttur þar sem lögð verður áhersla á vinnu leikarans með leikverkið. Steinunn hefur einu sinni áður kennt svipað námskeið við skólann sem þótti bæði krefjandi og sérstaklega lærdómsríkt. Þá verður höfundum aftur boðið að dvelja að Húnavöllum við skapandi skrif með sama sniði og reynt var í fyrsta sinn í fyrra. Bæklingur skólans starfsárið 2011 er hér á PDF formi.


Starfsárið 2010 Árið 2010 markar tímamót í sögu Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga. Frá upphafi hefur skólinn átt aðsetur sitt að Húsabakkaskóla í Svarfaðardal en núna á þessu fjórtánda starfsári verður skólinn fluttur um set og settur að Húnavallaskóla í Húnavatnshreppi. Að þessu sinni verða þrjú námskeið í boði og sem fyrr hefur skólanefnd lagt sig fram um að fá færustu kennara sem völ er á. Sumarið 2010 verður lögð áhersla á byrjendanámskeið. Ágústa Skúladóttir mun kenna Leiklist I,  Sigrún Valbergsdóttir kennir Leikstjórn I og Þórhildur Örvarsdóttir verður með framhald af hinu vinsæla námskeiði frá því í fyrra um röddina í leikhúsinu út frá Complete Vocal Technique kerfinu. Nánar hér.


kennarar2_2009.jpgStarfsárið 2009 Að þessu sinni verður lögð áhersla á námskeið fyrir þá sem hafa grunn eða reynslu af leiklist. Boðið er upp á framhaldsnámskeið í leikritun, kennari er Bjarni Jónsson sem fylgir hér eftir námskeiði sem hann hélt hjá okkur í fyrsta sinn í fyrra þar sem færri komust að en vildu. Þá verður Rúnar Guðbrandsson með námskeið fyrir þá sem eru reiðubúnir að reyna svolítið á sig! Þetta verður með svipuðu sniði og námskeið sem Rúnar hélt árið 2001 og lifir enn í minni þeirra sem sóttu. Skólanefnd er hér m.a. að mæta óskum nemenda sem sóttu sérnámskeið hjá Rúnari 2005 og 2008 og lýstu sérstaklega áhuga á að kafa dýpra í einhverja af þeim aðferðum sem kynntar voru. Að lokum er okkur einstök ánægja að bjóða velkomna í fyrsta sinn Þórhildi Örvarsdóttur sem verður með spennandi námskeið um röddina í leikhúsinu út frá Complete Vocal Technique kerfinu. Þá verður Egill Ingibergsson með námskeið í lok maí sem nefnist Samþætting tækni í leikhúsinu. Sjá nánar hér.


Starfsárið 2008 Námskeið haldin að Húsabakka dagana 7. til 15. júní: Að þessu sinni verður boðið upp á Leiklist II sem hefðbundið er að gera í kjölfar Leiklistar I. Kennari er Ágústa Skúladóttir en námskeiðin hennar hafa alltaf verið gríðarlega vinsæl og vel sótt. Þá bjóðum við velkominn aftur Rúnar Guðbrandsson sem mun bjóða upp á sérnámskeið fyrir reyndari leikara. Hann var síðast með svipað námskeið árið 2005 sem nemendur lofuðu í hástert. Þetta árið höfum við svo fengið Bjarna Jónsson til að bjóða upp á grunnnámskeið í leikritaskrifum en slíkt hefur ekki verið haldið síðan árið 2002. Þarna vonumst við til að koma til móts við vaxandi fjölda leikskálda innan Bandalags íslenskra leikfélaga. Sjá nánar hér.


Starfsárið 2007 Boðið er upp á þrjú námskeið í Svarfaðardalnum, Leiklist I, kennari Ágústa Skúladóttir, sérnámskeið fyrir leikara, kennari Stephen Harper og sérnámskeið fyrir leikstjóra, kennari Egill Heiðar Anton Pálsson. Í október verða tvö námskeið í leikhúsförðun, kennari Gréta Boða. Sjá nánar hér.


Starfsárið 2006 Boðið er upp á námskeið fyrir leikstjóra og leikara að Húsabakka í Svarfaðardal dagana 10.-18. júní og fyrir förðunarfólk að Laugavegi 96 helgarnar 13.-15. og 27.-29. október. Kennarar verða Sigrún Valbergsdóttir, Ágústa Skúladóttir, Steinunn Knútsdóttir og Gréta Boða. Skráning í skólann hefst þann 15. mars. Sjá nánar hér.


Starfsárið 2005 Námskeið haldið í Reykjavík helgina 8. til 10. apríl: Námskeið 1 Bardagatækni á sviði (Stage Fight) – kennari Ine Camille Bjørnsten, inecamilla@yahoo.no Information in English http://stagefight.klaki.net Námskeið haldin að Húsabakka dagana 11. til 19. júní: Námskeið 2 Framhaldsnámskeið fyrir leikara, Leiklist II, – kennari Árni Pétur Guðjónsson, arnipetur@simnet.is Námskeið 3 Grunnnámskeið fyrir leikstjóra, Leikstjórn I – kennari Sigrún Valbergsdóttir, sigrunvalb@mmedia.is Námskeið 4 Sérnámskeið fyrir leikara – kennari Rúnar Guðbrandsson, labloki@mmedia.is Fyrirlestrahelgi í Hafnarfirði 1. og 2. október 2005


Starfsárið 2004 Námskeið nr. 1 Sérnámskeið, leikstjórar – kennari Sigrún Valbergsdóttir, sigrun@borgarleikhus.is 9 nemendur. Námskeið nr. 2 Sérnámskeið fyrir leikara – kennari Ágústa Skúladóttir, hullabalu@heimsnet.is 18 nemendur. Námskeið nr. 3 Grunnnámskeið fyrir leikara – kennari Ásta Arnardóttir, astaarn@mi.is 16 nemendur. Námskeið nr. 4 Leikritun, höfundasmiðja – kennari Þorgeir Tryggvason, toggi@hvitahusid.is 8 nemendur.


Starfsárið 2003 Námskeið nr. 1 Framhalds-sérnámskeið fyrir leikstjóra – 12 nemendur. Lokið. Námskeið nr. 2 Leikritun II – 9 nemendur. Lokið. Námskeið nr. 3 Hvernig segirðu sögu? – 16 nemendur. Lokið. Námskeið nr. 4 Leiklistarnámskeið fyrir unglinga, 1, 2 og leika! – Námskeiðið fellt niður vegna lítillar þáttöku. Námskeið nr. 5 Leikhúslýsing – Námskeiðið fellt niður vegna lítillar þáttöku. Námskeið nr. 6 Gervi og leikbúningar – 12 nemendur. Lokið. Helgarnámskeið í leikhúsförðun 31.1. til 2.2. 2003 Námskeiðið var haldið í Þjónustumiðstöð Bandalagsins að Laugavegi 96 í Reykjavík. Kennari var Gréta Boða og nemendur voru 9 talsins.


Starfsárið 2002 Skólinn var starfandi frá 5. til 13. júní. Þar var boðið upp á framhaldsnámskeiði fyrir leikstjóra, kennari Sigrún Valbergsdóttir, framhaldsnámskeið fyrir leikara, kennari Ásta Arnardóttir og námskeið í leikritun, kennari Karl Ágúst Úlfsson. Nemendur voru samtals 41. Grunnnámskeið fyrir leikara Eitt af námskeiðunum sem haldin voru að Húsabakka í sumar var leiklist 2, grunnnámskeið fyrir leikara. Kennari var Ásta Arnardóttir og nemendur voru 16 talsins. Unnið var með leikritið Mávinn eftir Tsjéhkof sem grunn og völdu nemendurnir sér persónu fyrir námskeiðið sem þeir kynntu sér sérstaklega og unnu með. Vitanlega völdu fleiri en einn sér sömu persónuna og því voru 3 Arkadínur, 4 Trígorínar, 2 Tréplevar, 3 Nínur og 4 Möshjur þarna samankomin. Einn af hápunktum námskeiðsins var svo 90 mínútna langur spuni þar sem persónurnar hittust í 25 ára leikafmæli einnar Arkadínurnar og hér eru myndir sem Ásta tók af þessum spuna. Helgarnámskeið í leikhúsförðun 16. og 17. febrúar 2002 Skólinn byrjaði starfemi sína á árinu 2002 með námskeiði í förðun fyrir byrjendur, sem haldið var í þjónustumiðstöðinni að Laugavegi 96. Kennari var Gréta Boða.