ImageBörn og unglingar hafa gaman af að stíga á svið og er það reynsla okkar eftir að hafa haft hátt í 300 börn á námskeiði fyrir rúmu ári síðan. Við höfum því ákveðið að bæta við námskeiði en alls sjá þrír kennarar ásamt gestakennara sjá um kennsluna á þessu námskeiði.

Markmið námskeiðsins er að kynnast starfsemi leikhúsa og leikara ásamt því að efla og styrkja hæfileika hvers þátttakanda. Námskeiðið fer fram helgina 14. og 15. janúar og stendur yfir í alls 8 klst. Öllum krökkum á aldrinum 6-16 ára er heimil þátttaka en lágmarksþátttaka eru 10 nemendur í hverjum hóp.

Þátttökugjald er 12.500 sem greiðist fyrirfram og innifalið í því er frímiði á söngleikinn Annie en 30 börn taka þátt í uppfærslunni.

Skráning fer fram á sérstöku þátttökublaði sem er að finna á heimasíðu okkar (www.annie.is) undir umsókn/skráning.

Þátttökugjald er hægt að leggja inn á reikning (301-26-5410) Andagiftar ehf. (kt. 5410042540) en taka þarf fram í skýringu nafn þátttakanda.

Frekari upplýsingar í síma 866-2745.