ImageUndanfarin misseri hefur Leikfélag Akureyrar staðið fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga. Námskeiðin hafa verið afar vinsæl og uppselt á öll námskeið. Á leiklistarnámskeiðum læra nemendur að koma fram, öðlast sjálfstraust, læra undirstöðuatriði í sviðstækni, efla sköpun og einbeitingu og vinna skemmtileg verkefni í samvinnu við aðra nemendur. Síðast líðið sumar sóttu 80 nemendur námskeið á vegum LA.

Ný námskeið 2006:

Í sumar stendur LA aftur fyrir leiklistarnámskeiðum, en námskeiðin í fyrra slógu rækilega í gegn og komust færri að en vildu. Leiklistarnámskeið er sambland af skemmtun og alvöru, þar sem markmiðið er að efla einbeitingu, frumkvæði, skapandi hugsun og tilfinningalegt innsæi nemenda, auk þess að þroska með þeim hæfileikann til að vinna í náinni samvinnu með öðrum. Kennslan fer fram með æfingum og leikjum. Nemendur fá þjálfun í að koma fram fyrir framan aðra. Farið verður í spuna, leikhússport og æfðar stuttar senur eftir því sem efni standa til. Nemendur og kennari spinna sig saman gegnum ævintýri leikhússins.

Kennari á námskeiðunum er Hildigunnur Þráinsdóttir, leikkona.  Verð: 9.000

 Námskeiðin verða sem hér segir:

8 – 9 ára:  20.– 30. júni. Kennt þri, mið, fim og fös kl. 13 – 15

12 – 14 ára:  20.– 30. júni. Kennt þri, mið, fim og fös kl. 15.30  – 17.30

10 – 11  ára:  4.– 14. júlí. Kennt þri, mið, fim og fös kl. 13 – 15

Nýtt! Framhald fyrir krakka sem hafa sótt námskeið hjá LA. 13 – 15 ára:. 4.-14. júlí. Kennt þri, mið, fim og fös kl. 15.30 – 17.30.

16 ára og eldri:  19. júní – 12. júlí. Kennt á mánudags og miðvikudagskvöldum kl. 20 – 22

Námskeið fyrir fullorðna: „Ég ákvað að standa upp og slökkva á sjónvarpinu og gera eitthvað skemmtilegt. “ 20 ára og eldri: 20. júní – 13. júlí. Kennt á þriðjudags og fimmtudagskvöldum kl. 20 – 22.

Skráning á midasala@leikfelag.is eða hildigunnurth@simnet.is og hjá Hildigunni í síma 862-8011