Leikfélag Hafnarfjarðar kynnir spennandi leiklistarnámskeið, annarsvegar fyrir börn á aldrinum 10-12 ára og hinsvegar fyrir aldurshópinn 13-15 ára. Aðaláherslur námskeiðsins eru að vinna sem heild, opna sig sem einstaklingur og læra að koma fram, auk þess að hafa gaman og njóta lífsins.
Boðið verður upp á tvö mismunandi tímabil námskeiða, annars vegar frá 2.-31. júlí og hinsvegar frá 3.-31. ágúst. Báðum námskeiðum lýkur með leiksýningu í fullri lengd.
Júlí:
Æfingar yngri hópsins verða á hverjum virkum degi frá kl 16.00-19.00.
Æfingar eldri hópsins verða á hverjum virkum degi frá kl 18.00-21.00.
Ágúst:
Æfingar yngri hópsins verða á hverjum virkum degi frá kl 09.00-12.00.
Æfingar eldri hóps verða á hverjum virkum degi frá kl 11.00-14.00.
Leiðbeinendur og leikstjórar námskeiðanna eru Aldís Davíðsdóttir, leiklistarnemi, og Guðrún Sóley Sigurðardóttir, handrits- og leikstjórnarnemi. Þær hafa báðar starfað með börnum og unglingum í leiklist og sett upp sýningar.
Námskeiðiskostnaður er 15.000 krónur á hvert barn og aðeins 10 pláss á hvert námskeið. Þ.e.a.s 10 pláss í yngri hóp júlí og 10 pláss yngri hóp ágúst, 10 pláss eldri hóp júlí og 10 pláss í eldri hóp ágúst.
Æfingar og sýningar fara fram í Leikfélagi Hafnarfjarðar sem er staðsett á neðstu hæð Gamla Lækjarskóla.
FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR!
Skráning hjá Aldísi í síma 866-1303. Hlökkum til að sjá ykkur!