Dagana 24. og 25. október ( laugardag og sunnudag), frá klukkan 13.00 – 17.00 bíður Leikfélag Selfoss upp á leiklistarnámskeið undir stjórn Árna Péturs Guðjónssonar. Námskeiðið er hugsað sem nokkurs konar masterclass námskeið fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af leiklist. Á námskeiðinu verður farið textavinnu, unnið með senur og stutta mónólóga. Námskeiðið er krefjandi og farið verður með þátttakendur á nýjar slóðir í textavinnunni.
Allir fá sendan texta sem þeir eru beðnir um að kunna utanbókar þegar námskeiðið hefst. Þátttakendur eru beðnir um að koma í léttum og þægilegum klæðnaði. Við hvetjum sem flesta að láta þetta frábæra námskeið ekki framhjá sér fara og grípa tækifærið á flottu námskeiði með frábærum leiðbeinanda. Þátttökugjald er 5.000 krónur á námskeiðið. Aldurstakmark er 18 ára. Skráning og nánari upplýsingar fer fram í vikunni á leikfelagselfoss@gmail.com og í síma 894 2415 (Íris)
Leiklistarnámskeið á Selfossi
{mos_fb_discuss:3}