Leikfélag Hörgdæla verður með leiklistarnámskeið á Melum í Hörgárdal þriðjudaginn 27., miðvikudaginn 28. og fimmtudaginn 29. nóvember nk. kl. 20:30. Leiðbeinandi er Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri og mun hann m.a. taka fyrir draugasögur, ljóðalestur og grímuleik. Einnig verður verkefni vetrarins, Djákninn á Myrká, skoðað. Allir velkomnir. Námskeiðisgjald 3.000 kr., frítt fyrir skuldlausa félagsmenn. Nánari upplýsingar gefur Axel í síma 865-8114.

Leikfélag Hördæla hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að flykkjast á Mela í næstu viku og taka með alla þá sem gætu mögulega haft áhuga á að taka þátt í uppfærslu vetrarins eða langar bara að kynna sér útá hvað þetta gengur – eða bara til að hafa gaman saman. Félagið vantar allskonar fólk á öllum aldri.